Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ráðuneyti styrkir ­fráveituframkvæmdir í Vogum um 30% af kostnaði
Miðvikudagur 8. september 2021 kl. 23:59

Ráðuneyti styrkir ­fráveituframkvæmdir í Vogum um 30% af kostnaði

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur samþykkt umsókn Sveitarfélagsins Voga um styrk vegna fráveituframkvæmda í sveitarfélaginu. Ráðuneytið styrkir fráveituframkvæmdir sveitarfélagsins 2020 og 2021 um 30% af kostnaði.

Sveitarfélagið Vogar hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir nýrri sjólögn á haf út sem er um 420 metra löng og endar á um fimm metra dýpi. Ofanvatnslögn og yfirfallslögn liggja samsíða sjólögninni og liggja í fjöru og eru um 80 metra langar. Rjúfa þarf sjóvarnargarð á meðan lögnum er komið fyrir. Skipulagsnefnd Voga hefur samþykkt umsóknina en útgáfa framkvæmdaleyfis er háð samþykkis umsagnaraðila.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024